Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fim 07. júlí 2022 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sambandsdeildin: Ísak Snær tryggði Blikum sigur
Ísak Snær gerði auðvitað sigurmark Breiðabliks.
Ísak Snær gerði auðvitað sigurmark Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Santa Coloma 0 - 1 Breiðablik
0-1 Ísak Snær Þorvaldsson ('14 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er í fínum málum eftir fyrri leik sinn gegn Santa Coloma frá Andorra í Sambandsdeildinni í kvöld.

Það kom engum á óvart hver kom Blikum á bragðið í þessum leik því Ísak Snær Þorvaldsson, besti leikmaður Íslandsmótsins til þessa, skoraði eftir 14 mínútur. Líklega var þetta einfaldasta mark Ísaks í sumar.

„Þvílíkt rugl í gangi í varnarleik Santa Coloma! Sending til baka og varnarmaður Santa Coloma ætlar að skýla boltanum svo markvörðurinn gæti tekið hann upp. Varnarmaðurinn ákveður að tækla boltann frá en fer ekki betur en svo að hann fari í Ísak og í netið," skifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Þetta var ekki alveg besti leikur Blika og voru mörkin ekki fleiri í þessum leik. Lokatölur 0-1 fyrir Breiðablik sem fer með forystuna heim á Kópavogsvöll.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner