Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 07. ágúst 2020 23:30
Aksentije Milisic
Þjálfari Lyon: Þeir eru með geimveru
Leikmenn Lyon fagna í kvöld.
Leikmenn Lyon fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Rudi Garcia, þjálfari Lyon, var í skýjunum eftir að Lyon komst áfram í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Lyon tapaði gegn Juventus á Allianz Arena en komst áfram á útivallarmarki. Mempis Depay skoraði þá með Panenka spyrnu af vítapunktinum.

„Ég hef verið hér í nokkur skipti með Roma. Þetta er besta liðið á Ítalíu. Þetta er lið sem vildi vinna Meistaradeildina og lið sem er með geimveru í sínum röðum," sagði Garcia.

„Við sáum glæsilegt mark hjá Ronaldo í kvöld. Fáir bjuggust hins vegar við því að við myndum henda Juventus úr keppni en við gerðum það."

„Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við vildum komast til Lissabon. Við erum ekki hættir, við megum ekki hætta núna."

Magnaður árangur hjá Rudi Garcia og hans lærisveinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner