Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 07. september 2020 17:32
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Hollands og Ítalíu: Van de Beek eina breyting heimamanna
Van de Beek og De Jong eru saman á miðjunni í kvöld.
Van de Beek og De Jong eru saman á miðjunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Holland tekur á móti Ítalíu í stórleik í Þjóðadeildinni í kvöld. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 og hafa byrjunarliðin verið staðfest.

Memphis Depay leiðir sóknarlínu Hollendinga á meðan Ciro Immobile, markahæsti leikmaður Evrópu á síðustu leiktíð, leiðir sóknmarlínu Ítala.

Donny van de Beek og Frenkie de Jong byrja saman á miðjunni og er Georginio Wijnaldum í sóknarlínunni. Í vörninni má finna Joel Veltman, Virgil van Dijk og Nathan Aké sem leika í enska boltanum.

Jorginho stýrir miðju Ítala í kvöld og er hann með Nicoló Barella með sér á miðjunni. Ungstirnið Nicoló Zaniolo er úti á kanti.

Holland lagði Pólland að velli í fyrstu umferð á meðan Ítalía gerði jafntefli við Bosníu. Hollendingar gera aðeins eina breytingu á sínu byrjunarliði, Van de Beek fyrir Steven Bergwijn, á meðan Ítalir gera sjö breytingar.

Holland: Cillessen, Hateboer, Veltman, Van Dijk, Aké, De Roon, Van de Beek, De Jong, Wijnaldum, Memphis, Promes
Varamenn: Bizot, Krul, Tete, Wijndal, Strootman, Schuurs, Ihattaren, Fer, Dumfries, L. de Jong, Bergwijn, Babel

Ítalía: Donnarumma, D'Ambrosio, Bonucci, Chiellini, Spinazzola, Barella, Jorginho, Locatelli, Zaniolo, Immobile, Insigne
Varamenn: Cragno, Sirigu, Acerbi, Di Lorenzo, Florenzi, Mancini, Pellegrini, Kean, Cristante, Chiesa, Caputo, Belotti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner