Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mán 07. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan lætur landsliðsþjálfara Svíþjóðar heyra það
Zlatan með Erik Hamren, núverandi landsliðsþjálfara Íslands.
Zlatan með Erik Hamren, núverandi landsliðsþjálfara Íslands.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, hefur gagnrýnt landsliðsþjálfara Svíþjóðar harðlega fyrir að byrja með Dejan Kulusevski, leikmann Juventus, á bekknum í 1-0 tapinu gegn Frakklandi í Þjóðadeildinni á laugardag.

Kylian Mbappe skoraði eina mark leiksins en Kulusevski, bjartasta von Svíþjóðar, kom inn á í 20 mínútur.

Zlatan var ekki sáttur þegar Janne Andersson, landsliðsþjálfari, furðaði sig á gagnrýni um liðsvalið.

„Þvílíkt grín. Frekari sönnun um að vanhæft fólk í vitlausum störfum er að kæfa sænskan fótbolta," skrifaði Zlatan á samfélagsmiðilinn Twitter.

Zlatan, sem er líklega besti leikmaður í sögu sænska landsliðsins, lagði landsliðskóna á hilluna eftir EM 2016.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner