Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. september 2022 19:00
Aksentije Milisic
Leno gagnrýnir Arsenal: Snerist bara um pólítík
Leno og Rúnar Alex.
Leno og Rúnar Alex.
Mynd: Getty Images
Bernd Leno, markvörður Fulham og fyrrverandi leikmaður Arsenal, hefur gagnrýnt sitt gamla félag en hann segir að brotthvarf hans frá félaginu hafi einungis snúist um pólitík.

Þessi Þjóðverji gekk í raðir Fulham í síðasta mánuði á 8 milljónir punda en hann var í fjögur ár hjá Arsenal þar sem hann spilaði 125 leiki í öllum keppnum.

Þessi þrítugi markvörður byrjaði síðasta tímabil í markinu hjá Arsenal en eftir slæma byrjun hjá liðinu þá setti Mikel Arteta Þjóðverjann á bekkinn og notaði Aaron Ramsdale í kjölfarið.

„Þegar ég áttaði mig á því að þetta snerist ekkert um frammistöður eða gæði, þá vissi ég að ég þyrfti að fara," sagði Leno.

„Í undirbúningnum, þá sá ég að frammistöðurnar skiptu engu máli, þetta var pólitík. Þetta var augljóst fyrir mér, ég þurfti að fara."

„Það mikilvægasta fyrir mig núna er að spila og komast aftur í takt."

Leno hefur þótt standa sig vel í fyrstu leikjum sínum fyrir Fulham á þessari leiktíð þó hann hefði geta gert betur í sigurmarki Arsenal gegn Fulham á dögunum þegar hann sneri aftur á Emirates völlinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner