Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. nóvember 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn Matildas og Socceroos fá sömu laun
Steph Catley leikmaður ástralska kvennalandsliðsins
Steph Catley leikmaður ástralska kvennalandsliðsins
Mynd: Getty Images
'Matildas', eins og ástralska kvennalandsliðið í knattspyrnu er kallað, náði í gær sögulegum samningi þar sem leikmenn liðsins fá sömu laun og leikmenn í 'Socceroos', karlalandsliðinu.

„Fótbolti er leikur fyrir alla og þessi samningu er stórt skref í átt að því sem við viljum, jafnrétti," sagði Chris Nikou, formaður ástralska knattspyrnusambandsins.

Ástr­alska knatt­spyrnu­sam­bandið fylgir með þessari ákvörðun for­dæmi KSÍ, norska sam­bands­ins og þess ný­sjá­lenska með því að jafna launin.

Auk þessa fær kvennalandsliðið aðgang að sama aðbúnaði og karlarnir hafa fengið eins og t.d. flugsæti á fyrsta farrými. Árangursgreiðslur eru enn tekjumiðaðar og því um lægri bónusa að ræða fyrir árangur á stórmótum. Ástralska kvennalandsliðið komst í 16-liða úrslit á HM í Frakklandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner