Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. nóvember 2019 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wenger ræddi við Rummenigge - Tekur ekki við Bayern
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger mun ekki taka við Bayern München. Þetta segir Sky í Þýskalandi.

Hinn sjötugi Wenger talaði við Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóra Bayern, í dag og eftir það samtal er það ljóst að Wenger tekur ekki við þýska stórveldinu.

Bayern leitar að eftirmanni Niko Kovac sem var rekinn síðasta sunnudag.

Wenger, sem er fyrrum stjóri Arsenal, er á meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið.

Hans-Dieter Flick mun stýra Bayern gegn Dortmund á laugardaginn og ætlar Bayern að bíða þangað til eftir þann leik með að taka ákvörðun um næsta stjóra sinn.

Raphael Honingstein á The Athletic veltir því fyrir sér hvort að Flick gæti fengið að stýra Bayern út tímabilið, en næsta sumar gætu stjórar eins og Erik Ten Hag (Ajax) og Thomas Tuchel (PSG) losnað.

Honingstein segir að Wenger sé ekki á lista hjá Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner