Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. nóvember 2024 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Fram vilja halda sér - Ætlar að sanna sig á Íslandi
Jannik Pohl.
Jannik Pohl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jannik spilaði lítið síðasta sumar.
Jannik spilaði lítið síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl hefur áhuga á því að spila áfram á Íslandi nú þegar samningur hans við Fram er að renna út.

Pohl er 28 ára og hefur sýnt gæði sín þegar hann hefur ekki verið á meiðslalistanum. Hann hefur hins vegar verið mikið þar.

Daninn hefur leikið með Fram frá 2022 en hann hefur aðeins leikið tólf leiki í Bestu deildinni síðustu tvö sumur. Núna síðastliðið sumar kom hann aðeins við sögu í fjórum leikjum.

Samningur hans er að renna út eftir nokkra daga en hann er staðráðinn í að sanna sig á Íslandi.

„Það eru nokkrir möguleikar sem ég þarf að íhuga á þessari stundu. Fram vill að ég verði áfram í eitt tímabil í viðbót. Þeir þekkja mig, vita hvað ég get fært liðinu og hvað ég er fær um að gera," segir Jannik við Fótbolta.net.

Jannik segir að næsta tímabil verði gríðarlega mikilvægt fyrir sig og hann sé að hugsa um næsta skref. Hann geti ekki sagt til um það núna hvað það verður. Hann ætlar að vanda valið.

„Ég átti mjög óheppilegt tímabil núna en það kenndi mér mikið. Ég er mjög mótíveraður að komast aftur í mitt besta form og sanna mig í íslensku deildinni. Þetta er spennandi deild sem er að vaxa mikið. Ég er með flotta ferilskrá og á góðum aldri, og ég get gefið mikið af mér í íslensku deildinni."

„Með réttu undirbúningstímabili og góðri þjálfun er ég er tilbúinn að taka annað tímabil á Íslandi. Næsta tímabil þarf að vera gott fyrir mig og ég þarf því að finna rétta möguleikann. Ég þarf að koma sterkari til baka með þá þekkingu og reynslu sem ég hef fengið upp á síðkastið," segir Jannik að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner