Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. janúar 2021 10:36
Magnús Már Einarsson
Smitið hjá Aston Villa verra en hjá Newcastle og Fulham
Leikurinn við Tottenham í hættu
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hópsmit hjá Aston Villa sé stórt og að margir hjá félaginu hafi smitast af kórónuveirunni.

Allir leikmenn Aston Villa sem ekki eru smitaðir eru komnir í sóttkví og búið er að loka æfingasvæði félagsins.

Vegna smitsins þarf Aston Villa að stilla upp leikmönnum úr U18 og U23 ára liði félagsins í leiknum gegn Liverpool í enska bikarnum í kvöld.

Að sögn Sky eru fleiri smitaðir hjá Aston Villa en voru hjá Fulham og Newcastle á dögunum.

Bæði Fulham og Newcastle þurftu að fresta leikjum eftir smit og talið er að leikur Aston Villa og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudag sé í mikilli hættu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner