mið 08. mars 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Einar skoraði og Stefán Teitur lagði upp
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al Arabi og skoraði fyrsta mark leiksins í fllottum sigri gegn Shamal í katarska bikarnum.


Al Arabi vann leikinn 3-0 og er þar með komið í 8-liða úrslit bikarsins, þar sem næsti andstæðingur verður annað hvort Al Ahli eða Al Muiadar.

Stefán Teitur Þórðarson var þá í byrjunarliði Silkeborg sem lagði SönderjyskE á útivelli í sannkölluðum Íslendingaslag. Stefán Teitur átti flottan leik þar sem hann lagði upp fyrra mark Silkeborg í 0-2 sigri.

Orri Steinn Óskarsson og Atli Barkarson voru í byrjunarliði SonderjyskE. Liðin áttust við í danska bikarnum og er Silkeborg búið að tryggja sig í undanúrslitin með þessum sigri.

Al Arabi 3 - 0 Shamal
1-0 Aron Einar Gunnarsson ('29)
2-0 O. Al Somah ('85)
3-0 O. Al Somah ('91)

SönderjyskE 0 - 2 Silkeborg
0-1 S. Tengstedt ('24)
0-2 T. Adamsen ('54)

Sverrir Ingi Ingason er svo gott sem kominn í úrslitaleik gríska bikarsins eftir stórsigur PAOK gegn Lamia í dag. PAOK vann leikinn 1-5 á útivelli og á eftir að spila seinni undanúrslitaleikinn á heimavelli.

Það bendir allt til þess að PAOK mæti AEK frá Aþenu í úrslitaleiknum og er Sverrir Ingi lykilmaður í varnarlínu liðsins.

Viðar Örn Kjartansson spilaði þá fyrstu 65 mínúturnar í grísku deildinni er Atromitos tapaði fyrir toppliði AEK á heimavelli. Samúel Kári Friðjónsson kom inn af bekknum á 77. mínútu en tókst ekki að koma í veg fyrir naumt tap.

Atromitos er um miðja deild með 29 stig eftir 25 umferðir.

Lamia 1 - 5 PAOK

Atromitos 0 - 1 AEK


Athugasemdir
banner
banner
banner