Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 23:00
Aksentije Milisic
Bayern Munchen býst við að verðmiðinn á Sane lækki
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen vonast eftir því að fá Leroy Sane, leikmann Manchester City, á ódýru verði. Búst er við því að kóróna veiru faraldurinn muni hafa mikil áhrif á félagsskiptamarkaðinn.

Sane mun vera á sínu loka ári hjá City þegar glugginn opnar aftur í ágúst, eða mögulega síðar. Engar vísbendingar eru um það að hann ætli að skrifa undir nýjan samning við City.

Sú staðreynd að þessi 24 ára gamli leikmaður hafi slitið krossband um það leiti sem Bayern ætlaði að reyna kaupa hann, mun láta City neyðast til þess að lækka verðmiðann.

Bayern var talið ætla bjóða á milli 90-100 milljónir punda í leikmanninn en þá átti hann enn eftir tvö ár af samningi sínum. Nú þegar nokkrir mánuðir verða eftir af samningi Sane hjá City, gæti hann farið til Þýskalands á gjafaverði.
Athugasemdir
banner
banner
banner