Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 09:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
FH með næstlakasta árangur vetrarins
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Sigurðsson, blaðamaður hjá Morgunlaðinu, birtir áhugaverða úttekt í vikunni þar sem lagður er saman árangur liða Pepsi Max-deildar karla í undirbúningsmótunum. Um er að ræða Bose-mótið, Reykjavíkurmótið, Fótbolti.net mótið og Lengjubikarinn.

„Útkoman hjá FH er það sem mest kemur á óvart, því Hafnarfjarðarliðið er með næstlakasta árangur vetrarins af úrvalsdeildarliðunum tólf," segir í grein Víðis en aðeins nýliðar Gróttu eru neðar.

FH-ingar unnu tvo leiki í Bose-mótinu fyrir áramótin en náðu aðeins að vinna tvívegis í átta leikjum eftir áramót og gekk frekar illa að skora mörk.

Íslandsmeistarar KR voru með bestan árangur í mótsleikjunum í vetur. Hér að neðan má sjá niðurröðunina en hægt er að lesa úttektina í tveimur hlutum, í Morgunblaðinu í gær og í dag.

1. KR
2. Valur
3. Breiðablik
4. KA
5. Víkingur R.
6. Stjarnan
7. ÍA
8. Fylkir
9. HK
10. Fjölnir
11. FH
12. Grótta
Athugasemdir
banner
banner
banner