Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. maí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Værum ekki að vinna okkar vinnu ef við værum ekki að ræða við leikmann í hans gæðaflokki"
Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur rætt við Valgeir Valgeirsson, leikmann HK, en þetta staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Valgeir, sem er 19 ára gamall, er samningsbundinn HK út þetta ár, en félagið hefur þegar greint frá því að hann muni spila með liðinu á þessu tímabili og ætli ekki að leyfa honum að fara.

Það kom fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin að Valgeir væri á leið á reynslu á næstunni til danska B-deildarfélagsins Horsens en auk þess hafa mörg stærstu félög landsins áhuga á honum.

Valgeir spilaði með HK-ingum í tapi fyrir Selfyssingum í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar á föstudag og var svo mættur í stúkuna að horfa á Breiðablik kjöldraga ÍA, 5-1, í gær.

Óskar var spurður út í leikmanninn og áhuga Breiðabliks á honum en félagið hefur þegar rætt við hann. Framhaldið verður svo að koma í ljós.

„Við höfum talað við hann og höfum auðvitað áhuga á honum. Ég met það þannig að við værum ekki að vinna okkar vinnu ef við værum ekki að ræða við leikmann í hans gæðaflokki en hvað verður, verður að koma í ljós," sagði Óskar Hrafn við Fótbolta.net.
Lúxusvandamál sem menn skilja - „Verður ekkert mál held ég"
Athugasemdir
banner
banner
banner