Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. júní 2021 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fínn leikur en svekkjandi jafntefli niðurstaðan
Icelandair
Mynd: Getty Images
Pólland 2 - 2 Ísland
0-1 Albert Guðmundsson ('25 )
1-1 Pietr Zielenski ('34 )
1-2 Brynjar Ingi Bjarnason ('47 )
2-2 Karol Swiderski ('88 )
Lestu nánar um leikinn

Ísland var mjög nálægt því að vinna frábæran sigur á Póllandi í vináttulandsleik í Poznan í dag.

Þetta var síðasti leikurinn í þriggja leikja seríu af vináttulandsleikjum hjá Íslandi. Við töpuðum naumlega gegn Mexíkó þar sem frammistaðan var ágæt en lögðum svo Færeyjar að velli þar sem frammistaðan var slök.

Í dag var frammistaðan betri þegar við mættum Póllandi sem var að spila sinn síðasta leik fyrir EM.

Íslenska landsliðið leit út eins og íslenska landsliðið á stórum köflum í dag. Pólverjar voru miklu meira með boltann en Ísland varðist oftast mjög vel og nýtti hvert tækifæri til að skapa usla á hinum enda vallarins.

Á 25. mínútu kom Albert Guðmundsson Íslandi yfir. Markið virtist ekki ætla að standa fyrst en svo kom VAR og blandaði sér í málið. „Aron Einar fær stoðsendinguna. Það var hann sem kom boltanum á Albert. Svo kláraði Albert færið frábærlega og laumaði boltanum skemmtilega í markið með hælnum," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Markið fékk réttilega að standa en stuttu síðar jöfnuðu Pólverjar og var þar að verki Pietr Zielenski. Staðan var 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleiknum gerðist það að Brynjar Ingi Bjarnason, varnarmaður KA, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Brynjar fékk boltann í teignum og hamraði honum í netið. Hann er ekki að fara að spila með KA mikið lengur, því miður fyrir Akureyarfélagið. Í þessum landsliðsglugga er hann búinn að gera sterkt tilkall í að vera í næsta landsliðshóp í september, hann er búinn að vera frábær.

Því miður dugði þetta mark ekki til sigurs. Karol Swiderski jafnaði með lúmsku skoti seint í leiknum.

Lokatölur 2-2 en Pólland er á leiðinni á EM. Þessi frammistaða og þessi úrslit munu örugglega vekja upp áhyggjur þar í landi fyrir mótinu. Leikmenn íslenska landsliðsins horfa á EM heima í stofu þetta árið.
Athugasemdir
banner
banner
banner