Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. júlí 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ísak Bergmann valinn leikmaður umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson var valinn besti leikmaður síðustu umferðar í efstu deild sænska boltans þar sem hann var allt í öllu í 3-1 sigri Norrköping gegn Göteborg.

Ísak Bergmann var valinn bestur hjá ýmsum fjölmiðlum. Meðal annars var hann bestur hjá FotbollDirekt og í afar vinsælum hlaðvarpsþætti Studio Allsvenskan.

„Það var góð tilfinning að hjálpa liðinu. Ég man ekki alveg hvernig markið var, ég fékk góðan bolta frá Sead (Haksabanovic) og hitti hann á lofti. Það var góð tilfinning þegar boltinn söng í netinu," sagði Ísak Bergmann að leikslokum.

„Ég hugsa ekki mikið um aldurinn. Ég hugsa um að hjálpa liðinu í hverjum leik, það skiptir ekki máli hvort ég sé 17 eða 32 ára. Ég er mjög þakklátur fyrir að vera hér og fá spiltíma."

Norrköping er á toppi sænsku deildarinnar með sextán stig eftir sex fyrstu umferðir tímabilsins. Ísak var spurður út í hugarfar sitt þegar það kemur að æfingum og hvort hann vissi af áhuga erlendra liða á sér.

„Ég vil alltaf leggja mig 100% fram á æfingum og stundum meira. Það getur verið of mikið og stundum þarf þjálfarinn að segja mér að hætta að æfa og byrja að slaka á.

„Eina sem ég er að hugsa um er að gera vel með Norrköping og ná í þrjú stig til Malmö á mánudaginn. Mér líður vel hérna, ég er fluttur í nýja íbúð og er ekki að hugsa um neitt annað en Norrköping þessa stundina."


Ísak Bergmann var tekinn í lyfjapróf eftir sigurinn gegn Gautaborg og var það í fyrsta sinn sem hann var sendur í þannig.


Athugasemdir
banner
banner
banner