Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 08. ágúst 2020 13:27
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum aðstoðarmaður Howe tekur við Bournemouth (Staðfest)
Jason Tindall er tekinn við Bournemouth
Jason Tindall er tekinn við Bournemouth
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Bournemouth hefur ráðið Jason Tindall til að taka við félaginu af Eddie Howe. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Bournemouth féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum eftir afleitt gengi seinna hluta mótsins.

Eddie Howe, sem hafði stýrt liðinu frá 2012, hætti með liðið á dögunum en það er Jason Tindall, aðstoðarmaður Howe, sem tekur við liðinu.

Tindall gerir þriggja ára samning við Bournemouth.

Tindall og Howe spiluðu báðir fyrir Bournemouth en Tindall var aðstoðarmaður Howe hjá bæði Burnley og Bournemouth.


Athugasemdir
banner
banner
banner