Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir 
Vallarstjórinn í Kórnum: Laga markið á morgun
Markið var brotið
Markið var brotið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leik HK og KR, sem átti að fara fram í Kórnum í kvöld, var frestað eftir að í ljós kom að annað markið var brotið og ekki tókst að setja nýtt mark í staðin. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var færður þar sem það var verið að leggja nýtt gervigras í Kórinn.


„Markið sem skokkað var með inn á stóðst ekki kröfur tríósins og Arnar hefur tekið ákvörðun um að fresta leiknum," skriifar Anton Freyr Jónsson í textalýsingu Fótbolta.net.

Ómar Stefánsson, vallarstjóri í Kórnum, greindi frá því í viðtali við Vísi að það hafi verið sprunga í stönginni en það var reynt að setja annað mark í staðin.

„Þá eru hólkarnir ekki í lagi sem við vissum síðan fyrir sex árum. En staðan hjá verktakanum var sú að byrginn hans úti, að hans sögn, eigi ekki hólka né mörk. Ef hann hefði látið okkur vita að markið sé brotið þegar það fer ofan í þá hefðum við náð að laga það í dag. En þarna eru samskiptaörðugleikar á milli sem gerir það að verkum að við vitum ekki af markinu og frágangurinn er þar af leiðandi ekki eins og við hefðum viljað hafa það," sagði Ómar í samtali við Vísi en þetta kom ekki í ljós fyrr en dómari sá að markið var skakkt.

Það verður búið að laga vandann á morgun segir Ómar.

„Kórinn er spilfær, ég laga markið á morgun. Við höfum gert þetta áður, þegar við vitum að markið sé bilað þá lögum við það. Þannig að markið verður soðið á morgun og lagað þannig að það verður komið hérna inn ef að verktakinn sem sér um viðgerðina kemur og bjargar okkur, sem ég geri bara fastlega ráð fyrir.“

KR nýtti sér aðstöðuna í Kórnum og æfði þar eftir að ákvörðun um frestun var tekin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner