Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fim 08. ágúst 2024 19:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leik HK og KR frestað - Annað markið brotið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það kom upp óvenjuleg staða í Kórnum þar sem leikur HK og KR átti að hefjast klukkan 19:15.

Það er seinkun á leiknum þar sem það kom í ljós að annað markið er brotið.


Lestu um leikinn: HK 0 -  0 KR

„Leikurinn mum ekki hefjast 19:15 eins og áætlað var að það er annað markið í Kórnum var brotið og ekki hægt að setja leikinn af stað. Starfsmenn HK vinna hörðum höndum að redda nýju marki. Ótrúlegt atvik," skrifar Anton Freyr Jónsson í textalýsinguna.

Óvíst er að svo stöddu hvenær leikurinn getur farið af stað.

Þetta er fyrsti leikurinn hjá KR með Óskar Hrafn Þorvaldsson í þjálfarateyminu. Þá spilar Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þá er danski markvörðurinn Christoffer Petersen að spila sinn fyrsta leik fyrir HK.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var færður þar sem það var verið að leggja nýtt gervigras á völlinn í Kórnum.

Uppfært kl 19:47 Leiknum hefur verið frestað.

„Markið sem skokkað var með inn á stóðst ekki kröfur tríósins og Arnar hefur tekið ákvörðun um að fresta leiknum," skriifar Anton Freyr Jónsson í textalýsinguna.


Athugasemdir
banner
banner
banner