Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. september 2021 15:14
Elvar Geir Magnússon
Mexíkó bannar Raul Jimenez að spila fyrir Úlfana
Raul Jimenez, sóknarmaður Wolves.
Raul Jimenez, sóknarmaður Wolves.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt samantekt Mirror eru það alls ellefu leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem mega ekki spila með liðum sínum um helgina þar sem fótboltasambönd þeirra hafa virkjað reglugerð hjá FIFA.

Samkvæmt reglum FIFA er hægt að setja fimm daga bann á leikmenn eftir landsleikjagluggann ef þeim var ekki hleypt í landsliðsverkefni. Bannið gildir þá 10. - 14. september.

Við greindum frá því í dag að brasilíska fótboltasambandið hafi sett átta leikmenn í bann.

Brasilía nýtti sér þessa reglu eftir að ensk úrvalsdeildarfélög hleyptu ekki leikmönnum í landsleiki ef að þeir voru spilaðir í löndum sem eru á rauðum lista á Englandi.

Auk Brasilíumannana eru þrír aðrir leikmenn sem eru komnir í bann eftir að hafa ekki verið hleypt í landsliðsverkefni. Það eru Franciso Sierralta frá Síle sem verður ekki með Watford, Miguel Almiron frá Paragvæ sem verður ekki með Newcastle og svo mexíkóski sóknarmaðurinn Raul Jimenez sem verður ekki með Wolves.

Ensku úrvalsdeildarfélögin sem þessi FIFA regla bitnar á hafa ekki gefið upp von um að fá dæmt sér í hag og leikmennirnir verði með um helgina. Þau hafa áfrýjað þessari niðurstöðu.
Athugasemdir
banner