Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. október 2020 21:24
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Maður komst í gegnum þetta
Icelandair
Jói Berg í leiknum í kvöld.
Jói Berg í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður frábærlega. Markmið okkar er að komast á EM og þetta var fyrsta skrefið í þeirri vegferð," sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð 2 Sport) eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu í kvöld.

Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM eftir sigurinn í kvöld. Ísland stjórnaði leiknum gegn Rúmenum fyrsta klukkutímann áður en gestirnir fengu vítaspyrnu eftir hjálp frá VAR.

„Auðvitað var þetta erfiður leikur á móti góðu liði. Mér fannst við spila frábærlega. Við áttum klárlega að skora fleiri mörk og þeir voru ekki að skapa sér mikið."

„Dómarinn var ekki viss um að dæma víti og hann vissi ekki hvað hann var að gera. Það var ódýrt að mínu mati. Hann dæmdi þetta og þetta var smá stress í lokin en þeir sköpuðu ekki mikið og mér fannst við vera með þetta."

Jóhann Berg er nýbúinn að jafna sig af meiðslum á hné en hann fann fyrir þreytu og fékk skiptingu í lokin.

„Standið er allt í lagi. Það hefur verið betra en maður komst vel í gegnum þetta. Maður var orðinn þreyttur í lokin. Ég var frá í nokkrar vikur og leikæfingin er ekki upp á marga fiska en maður komst í gegnum þetta," sagði Jóhann Berg við Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner