Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. nóvember 2020 10:48
Magnús Már Einarsson
Hlynur Örn í Hauka (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Hlynur Örn Hlöðversson hefur gert tveggja ára samning við Hauka í 2. deildinni.

Hinn 24 ára gamli Hlynur Örn er ættaður frá Siglufirði. Hlynur spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki með KF og á 90 leiki í öllum deildum.

Hlynur hefur spilað með liðum eins og Breiðablik, Fram, Fjölni og Grindavík. Árið 2019 spilaði hann með Breiðabliki og Fram.

Hann á yfir 11 leiki með yngri landsliðum Íslands og var síðast hluti af U-21 árs landsliðinu árið 2018.

„Hlynur Örn spilaði lítið sem ekkert síðasta sumar þar sem Hlynur tók sér 1 árs pásu til að ná sér af meiðslum en er fullur tilhlökkunar á að byrja aftur í fótboltanum," segir á heimasíðu Hauka.

„Hlynur hefur gríðarlegan metnað og getur ekki beðið eftir því að byrja aftur í fótboltanum. Haukar binda miklar vonir við þennan stóra og sterka markmann og býður hann velkominn í félagið,"
Athugasemdir
banner
banner
banner