
Í dag er síðasti félagsliðadagur fyrir landsleikjahlé og er slúðurpakkinn frá BBC með nokkuð um kjöt á beinunum.
Phil Foden, 20, hefur fengið nýtt samningstilboð frá Manchester City sem mun þrefalda vikulaunin hans. (Star)
Man City hefur mikinn áhuga á Marcus Thuram, 23 ára son Lillian Thuram. Marcus er lykilmaður hjá Borussia Mönchengladbach og hefur vakið athygli frá Barcelona og Juventus. (Sun)
West Ham ætlar að bjóða 30 milljónir punda í Moussa Dembele, 24 ára sóknarmann Lyon. (Sun)
Vincent Ponsot, stjórnarmaður hjá Lyon, staðfestir að Arsenal var eitt af þremur félögum sem reyndi að kaupa Houssem Aouar í sumar. Arsenal bauð ekki nægilega mikið í miðjumanninn efnilega. (Sport Witness)
Bayer Leverkusen hefur hafnað beiðni frá Manchester United sem spurðist fyrir um kaupverð á kantmanninum unga Moussa Diaby, 21 árs. Diaby er ekki til sölu. (Bild)
Lukas Podolski, sem leikur fyrir Antalyaspor í Tyrklandi, hefur gagnrýnt Arsenal og Mikel Arteta fyrir meðhöndlunina á fyrrum landsliðsfélaga sínum Mesut Özil, 32. (Bild)
David Beckham vill fá sinn fyrrum liðsfélaga Sergio Ramos, 34, til Inter Miami í MLS deildinni. Ramos verður samningslaus næsta sumar en miklar líkur eru á að hann framlengi við Real Madrid. (AS)
Sergio Romero, 33 ára markvörður Man Utd, æfir einn og vonast til að fá að yfirgefa félagið frítt í janúar. (Sun)
Southampton og Brentford hafa áhuga á Husein Balic, 24 ára kantmanni LASK Linz. (Daily Mail)
Harry Kane, 27, hefur trú á því að Tottenham geti barist um enska úrvalsdeildartitilinn í ár. (Mirror)
Mikel Arteta segist ekki sjá eftir því að hafa selt Emiliano Martinez, 28 ára markvörð, til Aston Villa. (Mirror)
Steven Davis, 35 ára fyrirliði norður-írska landsliðsins, rennur út á samningi hjá Rangers næsta sumar. Steven Gerrard segir að nú sé ekki tíminn til að ræða nýjan samning. (Scottish Herald)
Marseille er búið að játa sig sigrað í kapphlaupinu við Aston Villa um Mohamed Simakan, tvítugan varnarmann Strasbourg sem er metinn á 20 milljónir punda. (Birmingham Mail)
Athugasemdir