Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 08. nóvember 2023 13:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland spilar tvo leiki í Miami í janúar
Marki fagnað í síðasta landsliðsglugga.
Marki fagnað í síðasta landsliðsglugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið mun í janúar spila tvo vináttulandsleiki í Miami í Bandaríkjunum. Age Hareide, landsliðsþjálfari, sagði frá þessu á fréttamannafundi í dag.

Það voru tvær breytingar gerðar á landsliðshópnum á milli verkefna en Andri Lucas Guðjohnsen og Júlíus Magnússon detta úr hópnum að þessu sinni.

Hareide minntist á það á fundinum að þessir tveir leikmenn verði með liðinu í janúarverkefninu.

„Það er alltaf erfitt að velja hópinn. Ég talaði við Andra um þetta. Hann getur verið mikilvægur fyrir U21 landsliðið og ég útskýrði það fyrir honum. Hann sagði það vera allt í góðu því hann myndi þá spila. Ég var ekki viss um að hann myndi spila hjá okkur. Þegar við förum í verkefni í Bandaríkjunum í janúar þá verða Andri og Júlíus hluti af þeim hóp vegna þess að þeir spila í Skandinavíu. Andri mun fá sinn tíma, það er enginn vafi á því," sagði Hareide.

Hvaða liðum erum við að fara að mæta í Miami?

„Ég veit það ekki nákvæmlega, en Siggi Dúlla er að vinna í því. Ég veit að við munum spila tvo leiki í Miami í janúar. Ég hef ekki fengið upplýsingar um andstæðinga og ég hef ekki spurt út í það, þar sem ég hef verið að hugsa um Slóvakíu og Portúgal. Við munum örugglega fá það á hreint eftir þessa tvo leiki hvaða liðum við mætum í þessum tveimur leikjum í Miami," sagði landsliðsþjálfarinn.

Draumaandstæðingurinn er líklega lið Jamaíku en Heimir Hallgrímssonar, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er þjálfari þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner