Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilfinningin sé mjög slæm gagnvart Mbappe
Kylian Mbappé.
Kylian Mbappé.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kylian Mbappé var í gær ekki valinn í franska landsliðshópinn fyrir komandi verkefni. Þetta er í annað sinn í röð sem þessi stórstjarna er ekki valinn í franska hópinn.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, segist hafa tekið þessa ákvörðun að þessu sinni. Leikmaðurinn sjálfur hefði viljað vera með hópnum í þessu verkefni.

Mbappe hefur verið í basli síðan hann gekk í raðir Real Madrid frá Paris St-Germain í sumar og fengið mikla gagnrýni.

Emmanuel Petit, sem varð á sínum tíma heimsmeistari með Frakklandi, segir í samtali við Talksport að almenningsálitið gagnvart Mbappe sé ekki gott í Frakklandi þessa stundina. Hann sé orðinn of góður með sig.

„Tilfinningin hjá stuðningsmönnum franska landsliðsins er mjög slæm gagnvart Mbappe. Þeir kunna ekki vel við hann lengur. Samskipti hans við fólk eru ekki góð," sagði Petit.

Mbappe hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar og hefur ekki fengið að spila sína uppáhalds stöðu á vinstri vængnum þar sem Vinicius Junior á þá stöðu hjá Madrídingum. Mbappe hefur verið látinn spila sem 'nía' og ekki náð að aðlagast því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner