Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. desember 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haller mjög stoltur og glaður með metið
Mynd: EPA
Sebastien Haller jafnaði í gær árangur Cristiano Ronaldo með því að skora í sjötta og síðasta leik Ajax í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Á sama tíma sló hann met með því að vera fljótasti maðurinn til að skora tíu mörk í Meistaradeildinni, tók einungis sex leiki. Í ár var hann að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn.

„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig," sagði Haller við Ziggo Sport í gær.

„Þegar þú byrjar ferilinn þá dreymir þig um að spila þessa leiki og þú vilt gera það vel. Ég er mjög glaður og stoltur," sagði Haller.

Framherjinn var seldur frá West Ham í janúar í fyrra en Hamrarnir töldu sig ekki hafa not fyrir hann.

Haller er 27 ára og fæddur í Frakklandi. Móðir hans er frá Fílabeinsströndinni og eftir að spila með yngri landsliðum Frakklands ákvað hann að spila með landsliði Fílabeinsstrandarinnar.
Athugasemdir
banner
banner