Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. janúar 2023 14:03
Elvar Geir Magnússon
Dæmdu 10 dýrustu leikmenn sumargluggans - Nunez fær falleinkunn
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: Getty Images
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: EPA
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Richarlison.
Richarlison.
Mynd: Getty Images
Það var nóg að gera hjá enskum félagsliðum síðasta sumar en úrvalsdeildarliðin eyddu alls tveimur milljörðum punda. Nú sex mánuðum síðar hefur Daily Mail ákveðið að dæma frammistöðu tíu dýrustu leikmanna síðasta glugga.

Antony
Frá Ajax til Manchester United – 85,5 milljónir punda

Hæfileikarnir eru til staðar en hann þarf að nýta þá til að skapa og skora mörk.
Niðurstaða: Dómur bíður.

Wesley Fofana
Frá Leicester City til Chelsea – 70 milljónir punda

Hefur aðeins spilað fjóra leiki með Chelsea vegna hnémeiðsla.
Niðurstaða: Dómur bíður.

Darwin Nunez
Frá Benfica til Liverpool – 64 milljónir punda (+21 m skv ákvæðum)

Sett hefur verið spurningamerki við skottækni Nunez, hann hefur farið illa með urmul færa og ljóst að stuðningsmenn bjuggust við meiru.
Niðurstaða: FALLEINKUNN.

Casemiro
Frá Real Madrid til Manchester United - 60 milljónir punda (+10 m skv ákvæðum)

Hefur verið algjör leikbreytir á miðsvæði Manchester United.
Niðurstaða: HITT Í MARK.

Alexander Isak
Frá Real Sociedad til Newcastle United – 60 milljónir punda

Fór vel af stað hjá Newcastle en var fljótur að fara á meiðslalistann.
Niðurstaða: Dómur bíður.

Marc Cucurella
Frá Brighton til Chelsea – 55 milljónir punda (+7 m skv ákvæðum)

Hefur alls ekki fundið sig og virðist rúinn öllu sjálfstrausti.
Niðurstaða: FALLEINKUNN.

Erling Haaland
Frá Borussia Dortmund til Manchester City – 51 milljónir punda

Er að hlaupa burtu með gullskóinn.
Niðurstaða: HITT Í MARK.

Richarlison
Frá Everton til Tottenham – 50 milljónir punda (+10 m skv ákvæðum)

Brasilíska stjarnan hefur ekki náð þeim hæðum sem margir vonuðust eftir og það er klárlega verk að vinna.
Niðurstaða: Dómur bíður.

Lisandro Martínez
Frá Ajax til Manchester United – 46,8 milljónir punda (+8,5 m skv ákvæðum)

Hefur verið ein af lykilástæðum fyrir bætingunni hjá United.
Niðurstaða: HITT Í MARK.

Raheem Sterling
Frá Manchester City til Chelsea – 50 milljónir punda.

Þetta hefur verið upp og niður hjá Sterling sem er markahæsti leikmaður Chelsea á tímabilinu með fjögur mörk.
Niðurstaða: Dómur bíður.
Athugasemdir
banner
banner
banner