Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 09. janúar 2023 23:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gísli Þorgeir: Aldrei að vita nema maður fari þá í fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið í handbolta hefur leik á HM á fimmtudaginn kemur en Rúv hefur verið að taka leikmenn liðsins í smá yfirheyrslu í aðdraganda mótsins.


Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður þýsku meistarana í Magdeburg er einn af lykilmönnum landsliðsins. Hann var einnig lunkinn fótboltamaður en valdi handboltann fram yfir að lokum.

Hann var léttur í viðtalinu og sagði:

„Ég var líka í fótbolta fram að sextán ára aldri. Ég var að velja á milli hvort ég myndi fara í fótbolta eða handbolta. Þannig það er aldrei að vita, ef að öxlin fer einu sinni enn að þá fer maður bara [í fótbolta]," sagði Gísli og hló.

Gísli er uppalinn í FH og lék fótbolta með liðinu upp alla yngri flokkana en náði ekki meistaraflokksleik áður en hann snéri sér alfarið að handbolta.

Mikil spenna er fyrir handboltalandsliðinu og er liðinu spáð góðum árangri á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi dagana 11.-29. janúar.


Athugasemdir
banner
banner