Spjótin beinast að Graham Potter, stjóra Chelsea, eftir 4-0 tap gegn Manchester City í bikarnum í gær. Margir stuðningsmenn sjá á eftir Thomas Tuchel sem var rekinn snemma á tímabilinu og Todd Boehly, nýr eigandi félagsins, sótti Potter frá Brighton.
Nafn Tuchel var sungið meðal stuðningsmanna Chelsea á leiknum í gær, og einnig nafn fyrrum eiganda félagsins Roman Abramovich.
Nafn Tuchel var sungið meðal stuðningsmanna Chelsea á leiknum í gær, og einnig nafn fyrrum eiganda félagsins Roman Abramovich.
Chelsea er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinna og óhætt að segja að Potter hafi ekki gengið að óskum. Liðið hefur unnið einn af síðustu átta leikjum.
„Félag í upplausn", „Algjört rugl," og „Ekki skemmtilegt áhorfs" eru meðal ummæla um Chelsea sem komu frá sérfræðingum BBC eftir leikinn í gær.
Skynsamlegast að halda Potter
Þrátt fyrir óánægjuraddir, og umtal stuðningsmanna um að það hafi verið risastór mistök að reka Tuchel, þá virðast æðstu menn Chelsea alls ekki á því að skipta um stjóra.
„Mér er enn sagt að Potter hafi fullt traust og þolinmæði. Potter var fullvissaður um það þegar hann tók við félaginu að það yrðu ekki teknar skyndiákvarðanir ef liðið næði ekki Meistaradeildarsæti eða ef það yrði bið eftir úrslitum," segir íþróttafréttamaðurinn Ben Jacobs.
Matt Law hjá Daily Telegraph segir að eina skynsama ákvörðunin fyrir Chelsea úr því sem komið er sé að sýna Potter traustið.
„Hvað vilja þeir sem telja að Chelsea ætti að reka Graham Potter að gerist? Hvernig haldið þið að stjóraleitin muni ganga eftir að hafa farið í gegnum tvo stjóra á sex mánuðum? Það er engin önnur skynsamleg lausn en að sýna núverandi stuðning traustið," segir Law. „Að rökræða um hvort Chelsea hefði átt að reka Tuchel eða ráða Potter er bara eyðsla á tíma og orku."
Eigendurnir vita ekkert
Nigel Reo-Coker, fyrrum miðjumaður West Ham, var á leiknum í gær fyrir breska ríkisútvarpið.
„Þegar stuðningsmenn snúast gegn þér áttu í miklum vandræðum," sagði Reo-Coker.
„Potter vissi hvað hann var að fara út í þegar hann tók starfið. Það er mikil pressa í þessu starfi og klefi fullur af stórum karakterum og stórum persónuleikum. Þeir eru ekki hrifnir af því hvernig frammistaðan er undir Potter, það virðist ekki vera neitt plan eða uppbygging. Nýir eigendur vita ekkert hvað þeir eru að gera."
Leikmennirnir til skammar
Blaðamaðurinn Luke Edwards hjá Telegraph segir að leikaðferð Potter sé „óskýr" en kennir leikmönnum um lélegt gengi liðsins.
„Leikmennirnir hafa verið til skammar, þeir þurfa að taka ábyrgð. Hvernig þeir hafa spilað og einbeitingarleysið hjá þeim. Þeir eru ekki að hlusta á stjórann og það er ekki ásættanlegt. Potter átti skilið að fá tækifæri hjá stórliði og er mjög góður stjóri, Chelsea á að standa með honum," segir Edwards.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir