Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 09. janúar 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Voru komnir langt í viðræðum við nýjan þjálfara í desember
Lengjudeildin
Sigurður Víðisson stýrði KV seinni hluta síðustu leiktíð.
Sigurður Víðisson stýrði KV seinni hluta síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfaramál KV eru enn í óvissu fyrir næsta tímabil, líkt og það er óvíst í hvaða deild liðið mun spila.

Sigurður Víðisson stýrði KV seinni hluta síðustu leiktíðar eftir að Sigurvin Ólafsson hætti til að gerast aðstoðarþjálfari FH. Sigurvin hafði komið KV upp í Lengjudeildina, en liðið féll úr þeirri deild í fyrra.

Það er vonast til að þjálfaramálin hjá félaginu verði komin á hreint innan skamms.

„Við tókum okkur gott frí. Lengjudeildarverkefnið í fyrra var stórt og mikið, og mjög krefjandi. Við gáfum okkur góðan tíma í að fara yfir öll mál eftir Lengjudeildina," segir Auðunn Örn Gylfason, formaður KV, um þjálfaramálin.

„Þjálfaramálin voru komin langt í desember en við missum síðan af viðkomandi sem ætlaði að taka við og erum settir niður á núllpunkt. Við erum að vinna í þessum málum. Það eru tveir þjálfarar með liðið sem stendur en við erum ekki komnir með fastan aðalþjálfara. Það er í vinnslu og vonandi leysist það á næstu dögum. Við tilkynnum það um leið og það verður klappað og klárt."

Liðið hefur hafið undirbúningstímabil sitt. „Æfingar hófust formlega í janúar. Það er allt saman farið af stað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner