Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. febrúar 2023 11:42
Hafliði Breiðfjörð
Enn óvissa með Kórdrengi - FH bauð Ejub að taka við liðinu
Lengjudeildin
FH hefur boðið Ejub Purisevic að taka við Kórdrengjum. Ef hann segir nei er búist við að FH hætti við að tefla liðinu fram í sumar.
FH hefur boðið Ejub Purisevic að taka við Kórdrengjum. Ef hann segir nei er búist við að FH hætti við að tefla liðinu fram í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað verður um Kórdrengi?
Hvað verður um Kórdrengi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Enn er óljóst hvort Kórdrengir taki þátt í Íslandsmótinu í sumar þrátt fyrir að þátttökutilkynning hafi verið send til KSÍ fyrir hönd félagsins.


FH hefur verið að skoða að taka yfir félagið og eftir samræður FH og Kórdrengja var skilað inn þátttökutilkynningu og heimavöllur liðsins í Lengjudeildinni skráður Kaplakriki. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Fótbolta.net ekki tekist að fá viðbrögð frá Valdimar Svavarssyni formanni knattspyrnudeildar FH eða Davíð Þór Viðarssyni yfirmanni knattspyrnumála.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur FH boðið Ejub Puricevic að taka við þjálfum liðsins og hann hefur verið að íhuga málið. Ef hann segir nei er búist við að FH hætti við að taka yfir félagið.

Fyrsti leikur ársins hjá Kórdengjum á að vera gegn Breiðabliki í Lengjubikar karla annað kvöld klukkan 19:00 í Fífunni. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks hefur sagt að hann muni undirbúa lið sitt þannig að leikurinn fari fram. 

Þó virðist sem nánast engar líkur séu á að leikurinn verði spilaður, engin vitneskja er  um að æft hafi verið á árinu undir merkjum Kórdrengja og enginn leikmaður hefur fengið félagaskipti í liðið. Til að leikmenn verði gjaldgengir á morgun er síðasti séns í dag að senda félagaskipti til KSÍ.

Hugmyndir FH voru að taka nýta helming leikmanna úr 2. flokki FH í Kórdrengi og hinn helminginn í hitt liðið sem tengist FH, ÍH sem er í 3. deildinni.  Þessir leikmenn þyrftu að fá félagaskipti til að verða gjaldgengir með Kórdrengjum.

Samkvæmt reglugerð um deildarbikar á vef KSÍ frá janúar 2022 er ljóst að Kórdrengir eiga yfir höfði sér sektir ef liðið mætir ekki til leiks.

„Lið, sem ekki mætir til leiks skal greiða allan kostnað af leiknum vegna dómara, vallar, auglýsinga og ferðalaga mótaðilans og greiða þar að auki bætur til mótaðila sem nemi 50% af ferðakostnaði til viðkomandi leikstaðar, en þó aldrei lægri upphæð en kr. 30.000, auk þess sekt til KSÍ að upphæð kr. 50.000."

FH og Kórdrengir eru í sama riðli í Lengjubikarnum og eiga að mætast 3. mars næstkomandi í Skessunni. Engar reglur eru til sem banna liðunum að keppa í sömu keppni þar sem sitthvor stjórnin er yfir hvoru félagi fyrir sig. Þó verður að teljast vafasamt að tvö lið undir sama hatti taki þátt í sömu keppni.


Athugasemdir
banner
banner