Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   sun 09. febrúar 2025 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Jordan Smylie og tveir aðrir til Reynis (Staðfest)
Mynd: Reynir Sandgerði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralski sóknarleikmaðurinn Jordan Smylie, fæddur árið 2000, er búinn að skrifa undir eins árs samning við Reyni Sandgerði.

Jordan kom til Íslands fyrir tveimur árum og lék með Keflavík í Bestu deildinni en stóðst ekki væntingar og skipti yfir til Hauka í 2. deild um mitt sumar.

Honum tókst ekki að sanna sig í Hafnarfirði en hefur ákveðið að snúa aftur til Íslands í ár og taka slaginn með Reyni.

Reynir leikur í 3. deildinni í sumar eftir að hafa fallið úr 2. deild í fyrra.

„Stjórn knattspyrnudeildar Reynis býður Jordan hjartanlega velkominn í fjölskylduna!" segir meðal annars í tilkynningu frá Sandgerðingum.

Jordan er þó ekki eini leikmaðurinn sem gengur til liðs við Reynismenn því Ingólfur Hávarðarson og Róbert Þórhallsson eru einnig komnir til félagsins.

Ingólfur er markvörður fæddur 2005 og kemur úr röðum Grindavíkur þar sem hann spilaði 3 leiki í Lengjudeildinni í fyrra.

Róbert er miðjumaður fæddur 2005 sem kemur úr röðum ÍH þar sem hann spilaði 5 leiki í 3. deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner