Þróttur R. rétt bjargaði sér frá falli úr Pepsi Max-deild kvenna í fyrra og er að styrkja hópinn sinn fyrir komandi átök.
Shea Moyer er búin að skrifa undir eins árs samning við Þrótt en hún er gríðarlega efnilegur miðjumaður sem hefur spilað fyrir yngri landslið Bandaríkjanna.
Shea var partur af gríðarlega öflugu liði Penn State University sem vann til gullverðlauna í sterkustu háskólakeppni Bandaríkjanna. Hún hefur glímt við mikið af erfiðum meiðslum á ferlinum þrátt fyrir að vera ung.
„Við höldum áfram að undirbúa kvennaliðið okkar fyrir sumarið. Shea Moyer er frábær viðbót, sterkur leikmaður með mikla tækni og hæfileika. Hún á að baki frábæran feril og á eftir að heilla stuðningsmenn Þróttar í sumar," segir Kristján Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar Þróttar.
Athugasemdir