Arsenal og Manchester City unnu í titilbaráttunni en spennan í baráttunni um Meistaradeildarsæti jókst þar sem Manchester United og Newcastle töpuðu bæði á meðan Liverpool heldur áfram á sigurbraut.
Garth Crooks sérfræðingur BBC er búinn að velja lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Garth Crooks sérfræðingur BBC er búinn að velja lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Markvörður - Alisson (Liverpool): Hélt markinu hreinu í 100. sinn fyrir Liverpool, þegar liðið vann Brentford 1-0. Einn allra besti markvörður heims.
Varnarmaður - Thiago Silva (Chelsea): Loksins unnu Frank Lampard og lærisveinar! Lögðu Bournemouth 3-1 með flottri frammistöðu þar sem Brasilíumaðurinn reynslumikli var burðarás.
Miðjumaður - Martin Ödegaard (Arsenal): Fagleg frammistaða Arsenal í 2-0 sigri gegn Newcastle. Norski fyrirliðinn skoraði fyrra markið og hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar.
Miðjumaður - Ilkay Gundogan (Manchester City): Fyrra mark hans í 2-1 sigrinum gegn Leeds var algjör gimsteinn. Þýski miðjumaðurinn hefði sett sína fyrstu úrvalsdeildarþrennu ef honum hefði ekki brugðist bogalistin af vítapunktinum.
Sóknarmaður - Mohamed Salah (Liverpool): Sjö mörk í sjö leikjum hjá Salah sem er að finna sitt besta form.
Athugasemdir