Eftir úrslit gærdagsins í Evrópudeildinni er ljóst að sex ensk lið verða í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Vegna árangurs ensku liðanna í Evrópukeppninni vann landið sér inn aukasæti í gegnum deildina en venjulega komast fjögur efstu lið deildarinnar í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Vegna árangurs ensku liðanna í Evrópukeppninni vann landið sér inn aukasæti í gegnum deildina en venjulega komast fjögur efstu lið deildarinnar í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Eftir að ljóst var að Man Utd og Tottenham mætast í úrslitum Evrópudeildarinnar er ljóst að sjötta liðið spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Sigurvegarinn í Evrópudeildinni fær þátttökurétt í Meistaradeildinni.
Þetta er ekki einungis í fyrsta sinn sem sex úrvalsdeildarlið komast í Meistaradeildina því þetta hefur aldrei gerst í Evrópu áður.
Athugasemdir