fös 09. júlí 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Venezia að kaupa Kristófer frá Val - Fjórði Íslendingurinn
Kristófer í leik í vetur.
Kristófer í leik í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Venezia er að kaupa Kristófer Jónsson frá Val. Þessu greindi Kristján Óli Sigurðsson frá í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

Þetta hefur Fótbolti.net fengið staðfest og fer Kristófer til Ítalíu í næstu viku. Genoa hafði einnig áhuga á miðjumanninum en það varð svo ekkert meira úr þeim áhuga.

Venezia fór upp í Serie A í sumar eftir að hafa unnið umspilið í Serie B. Hjá Venezia hittir Kristófer fyrir þrjá Íslendinga. Þeir Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson gengu í raðir félagsins í fyrra.

Félagið keypti svo Jakob Franz Pálsson á dögunum eftir að hafa fengið hann á láni frá Þór í vetur. Kristófer og Jakob hafa spilað saman í unglinglandsliðunum.

Kristófer er átján ára gamall og gekk í raðir Vals frá Haukum í vetur. Hann spilaði tíu leiki á undirbúningstímabilinu en hefur ekkert komið við sögu í sumar.

Kristófer var í byrjunarliði U19 í báðum leikjum liðsins gegn Færeyjum í júní.


Athugasemdir
banner
banner
banner