Bryndís Arna Níelsdóttir, framherji Fylkis, viðbeinsbrotnaði í lok leiksins gegn Keflavík á föstudag. Það er ljóst að hún verður ekki meira með á tímabilinu.
Þetta staðfesti hún í samtali við Fótbolta.net í dag. „Það er bara hvíld og recovery framundan. Það tekur allavegana sex vikur að gróa og svo er það að koma sér aftur í gang," sagði Bryndís. „Leikmaður Keflavíkur steig einhvern veginn fyrir mig og ég dett bara beint á viðbeinið," bætti hún við.
Þetta staðfesti hún í samtali við Fótbolta.net í dag. „Það er bara hvíld og recovery framundan. Það tekur allavegana sex vikur að gróa og svo er það að koma sér aftur í gang," sagði Bryndís. „Leikmaður Keflavíkur steig einhvern veginn fyrir mig og ég dett bara beint á viðbeinið," bætti hún við.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 2 Fylkir
Bryndís skoraði bæði mörk Fylkis í mikilvægum endurkomusigri gegn Keflavík og kom sér upp úr fallsæti með þeim úrslitum. Hún skoraði sex mörk á tímabilinu.
Bryndís var valin besti leikmaður vallarins af Brynjari Óla Ágústssyni í skýrslunni eftir leik. „Bryndís skorar bæði mörkin fyrir Fylkir eftir mjög góða frammistöðu. Því miður meiðist Bryndís á lokamínútum leiksins," skrifaði Brynjar um Bryndísi.
Fylkir er í 8. sæti deildarinnar og hefur spilað þrettán leiki. Liðið er stigi fyrir ofan fallsæti sem stendur, leiknar eru átján umferðir í deildinni.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir