Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 09. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
West Ham í viðræðum við varnarmann PSG
Tilo Kehrer er líklega á förum frá PSG
Tilo Kehrer er líklega á förum frá PSG
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United er í viðræðum við franska félagið Paris Saint-Germain um þýska varnarmanninn Thilo Kehrer. Þetta kemur fram á Sky Sports.

West Ham er að leitast eftir því að styrkja varnarlínuna en Nayef Aguerd verður frá næstu vikur á meðan Issa Diop er að ganga í raðir Fulham.

Kehrer, sem er 25 ára, hefur spilað 128 leiki og skorað 4 mörk fyrir PSG frá því hann kom frá Schalke fyrir fimm árum.

Leikmaðurinn er ekki í plönum Christophe Galtier, þjálfara PSG, og er því frjálst að ræða við önnur félög.

West Ham er í viðræðum við PSG um leikmanninn en Sevilla hefur einnig áhuga og getur boðið leikmanninum Meistaradeildarfótbolta.

Kehrer á að baki 20 leiki fyrir þýska landsliðið en hann er að leita að meiri spiltíma til að tryggja sæti sitt í hópnum fyrir HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner