Fjölnir 1 - 5 ÍBV
0-1 Bjarki Björn Gunnarsson ('13 )
0-2 Tómas Bent Magnússon ('44 )
0-3 Vicente Rafael Valor Martínez ('45 )
0-4 Oliver Heiðarsson ('45 )
0-5 Oliver Heiðarsson ('56 )
1-5 Máni Austmann Hilmarsson ('80 )
Lestu um leikinn
Það var ótrúlegur leikur á Extra vellinum þegar heimamenn í Fjölni fengu ÍBV í heimsókn í toppslag í Lengjudeildinni.
Eyjamenn mættu gríðarlega sterkir til leiks og náðu forystunni þegar Bjarki Björn Gunnarsson skoraði með skoti lengst utan af velli. Tómas Bent bætti öðru markinu við og Vicente Valor og Oliver Heiðarsson bættu sínu marki hvor við undir lok fyrri hálfleiks. 4-0 í hálfleik.
Oliver bætti svo öðru marki sínu við og fimmta marki Eyjamanna þegar hann skoraði í opið markið. Máni Austmann Hilmarsson klóraði í bakkann fyrir Fjölni en það var alltof seint.
Eyjamenn hafa því unnið fjóra leiki í röð en Fjölnir ekki unnið í síðustu þremur og aðeins eitt stig skilur liðin að.