Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. nóvember 2020 22:31
Brynjar Ingi Erluson
Segir leikinn gegn Ungverjalandi þann verðmætasta í sögunni
Icelandair
Ísland spilar mikilvægan leik gegn Ungverjum á fimmtudag
Ísland spilar mikilvægan leik gegn Ungverjum á fimmtudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, segir leik Íslands gegn Ungverjalandi þann verðmætasta í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Ísland mætir Ungverjalandi í umspili um sæti á EM á fimmtudaginn en sigurvegarinn fer á Evrópumótið og hlýtur um það bil einn og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir.

RÚV ræddi við Björn um verðmæti leiksins og kom inn á það að fjárhæðin er hans mikilvæg fyrir íslenkra knattspyrnu á þessum fordæmalausu tímum þar sem rekstur knattspyrnufélaga á Íslandi hefur gengið erfiðlega vegna áhrifa kórónaveirunnar.

„Ég leyfi mér að fullyrða að minnsta kosti leikmaður karlalandsliðsins sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu og það er ekki bara vegna þess hversu háar fjárhæðir eru í boði, eitthvað um einn og hálfur milljarður króna, heldur eru það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag," sagði Björn Berg við RÚV.

„Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenkra knattspyrnuliða muni fylgjast grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér hiemta að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið eða fengið loforð um."

Þegar Ísland fór á EM árið 2016 þá fengu leikmenn landsliðsins veglegan bónus en óvíst er hvernig peningunum verður ráðstafað að þessu sinni og hvort leikmenn komi til móts til að styðja við íslensku félögin.

„Það er það sem mun reyna á pólitíkina í fótboltanum. Þetta er sterk og mikil hagsmunabarátta. Það eru hagsmunir félaganna sjálfra, sjálfstæði þeirra að fá greidda beina peninga frá knattspyrnusambandinu. Svo eru það hagsmunir leikmanna. Munu leikmenn krefjast þess að fá stóran skerf eins og síðast í formi bónusa. Verður hægt að höfða til þeirra að draga aðeins úr sínum kröfum til að bjarga félagsliðum hérna heima eins og einhverstaðar hefur verið gert út í heimi," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Björn Berg Gunnarsson ræðir verðmæti stórleiksins gegn Ungverjalandi
Athugasemdir
banner
banner