Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 10. janúar 2023 08:05
Elvar Geir Magnússon
Weghorst til í að borga úr eigin vasa - Parker vill fyrirliðaskipti hjá United
Powerade
Wout Weghorst í landsleik með Hollandi.
Wout Weghorst í landsleik með Hollandi.
Mynd: Getty Images
Marcus Thuram til Chelsea?
Marcus Thuram til Chelsea?
Mynd: EPA
Carlos Alcaraz.
Carlos Alcaraz.
Mynd: Getty Images
Powerade lestin er pakkfull af slúðri enda janúarglugginn galopinn. Weghorst, Fernandez, Felix, Thuram, Trossard, Busquets og fleiri koma við sögu.

Hollenski sóknarmaðurinn Wout Weghorst (30), sem er hjá Besiktas á láni frá Burnley, hefur boðist til að borga sárabótagreiðslu til tyrkneska félagsins úr eigin vasa til að ýta í gegn skiptum til Manchester United. Málin gætu skýrst í dag. (Gokhan Dinc)

Paul Parker, fyrrum leikmaður Manchester United, segir tímabært að United geri Bruno Fernandes formlega að fyrirliða í stað Harry Maguire. Bruno hefur oftar verið með bandið en Maguire á þessu tímabili þar sem enski varnarmaðurinn er oft á bekknum. (Mirror)

Roger Schmidt, stjóri Benfica, segir að Chelsea sé hætt að vinna í að fá Enzo Fernandez (21) og leikmaðurinn fari ekki í janúarglugganum. (Mirror)

Atletico Madrid vill að Joao Felix (23) framlengi samning sinn um eitt ár, til ársins 2027, áður en hann verður lánaður til Chelsea út tímabilið. (Marca)

Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Marcus Thuram (25), franska framherjann hjá Borussia Mönchengladbach. Samningur hans rennur út í sumar og þeir bláu hafa einnig áhuga á enska U21 landsliðssóknarmanninum Noni Madueke (20) hjá PSV Eindhoven. (Times)

Argentínski miðjumaðurinn Carlos Alcaraz (20) fer í læknisskoðun hjá Southampton, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar, í dag. Félagið hefur komist að samkomulagi við Racing Club um 12,3 milljóna punda kaupverð. (Mail)

Brighton hefur hafnað munnlegu tilboði Tottenham í belgíska sóknarleikmanninn Leandro Trossard (28). Brighton hefur ekki í hyggju að selja Trossard í janúar. (Football Insider)

West Ham United hefur endurnýjað áhuga sinn á Youssef En-Nesyri (25), sóknarmanni Sevilla. Félagið vonast til að fá marokkóska landsliðsmanninn lánaðan út tímabilið. (Times)

Leeds United er komið vel á veg í viðræðum um franska framherjann Georginio Rutter (20) sem gæti verið keyptur fyrir 35 milljónir punda frá Hoffenheim í Þýskalandi en það yrði félagsmet. (Sky Sports)

Leeds United mun hleypa enska framherjanum Joe Gelhardt (20) á lán í janúar. Honum hefur verið tjáð að hann sé ekki í plönum Jesse Marsch út tímabilið. (Football Insider)

Nottingham Forest er í viðræðum um kaup á brasilíska miðjumanninum Danilo (21) frá Palmeiras fyrir 18 milljónir punda en upphæðin gæti hækkað eftir ákveðnum ákvæðum. (Mail)

Sádi-arabíska félagið Al-Nassr, sem Ronaldo er hjá, vill fá spænska miðjumanninn Sergio Busquets (34) en samningur hans við Barcelona rennur út í sumar. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner