Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Vicente Guaita hörmulegur í tapi Celta Vigo
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Rayo Vallecano 2 - 1 Celta Vigo
1-0 Adrian Embarba ('5 )
1-1 Borja Iglesias ('26 )
2-1 Jorge De Frutos Sebastian ('63 )
Rautt spjald: Marcos Alonso, Celta ('90)

Rayo Vallecano tók á móti Celta Vigo í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans og tóku heimamenn forystuna strax eftir fimm mínútna leik með marki frá Adrian Embarba eftir slæm markmannsmistök.

Borja Iglesias jafnaði fyrir gestina frá Vigo og var staðan jöfn 1-1 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik.

Celta skipti um gír í síðari hálfleik og lagði heimamenn í liði Vallecano undir mikla pressu en tókst ekki að skora. Þess í stað skoruðu heimamenn þvert gegn gangi leiksins þegar Jorge de Frutos átti skot úr gríðarlega erfiðu færi en tókst að skora framhjá Vicente Guaita sem vill gleyma þessum leik sem fyrst.

Guaita átti sök á báðum mörkunum sem Celta fékk á sig og er því skúrkur dagsins á Spáni.

Celta tókst ekki að jafna leikinn á ný þrátt fyrir mikinn sóknarþunga og urðu lokatölur 2-1 fyrir Vallecano eftir tvö afar slæm markmannsmistök hjá þessum mikla reynslubolta, en Guaita er 38 ára gamall og hefur meðal annars leikið fyrir Crystal Palace og Valencia á ferlinum.

Bæði lið eru um miðja deild eftir þessa viðureign, Vallecano er með 25 stig úr 19 umferðum og Celta einu stigi þar á eftir. Vallecano er aðeins fimm stigum frá Evrópusæti sem stendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner