Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
banner
   sun 10. maí 2020 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Benedikt Warén (Breiðablik)
Mynd: Blikar.is
Nikola Dejan Djuric.
Nikola Dejan Djuric.
Mynd: Heimasíða Midtjylland
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: UEFA.com
Egill Darri Makan Þorvaldsson (FH í dag).
Egill Darri Makan Þorvaldsson (FH í dag).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson.
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Freyr Helgason.
Elfar Freyr Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Waren er Bliki sem kom við sögu í öllum leikjum Breiðabliks í Lengjubikarnum í vetur.

Benedikt var á síðasta tímabili lánaður í Augnablik þar sem hann lék sjö leiki í 3. deildinni. Hann skoraði þá markið sem varð til þess að framlengja þurfti leik ÍA og Breiðabliks/Augnabliks þegar liðin mættust í úrslitaleik bikarsins í fyrra. Kópavogsliðið sigraði eftir framlengingu.

Fullt nafn: Benedikt V. Warén

Gælunafn: Benó

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Frátekinn

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn minn 2018

Uppáhalds drykkur: Ískalt vatn með klökum

Uppáhalds matsölustaður: XO eða Saffran, get ekki gert upp á milli

Hvernig bíl áttu: Ég á ekki bíl eins og er…

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi Morthens er í miklu uppáhaldi ásamt fleirum.

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann er snillingur

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, Snickers og Oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Kemurðu í körfu kl. 11 ætla að pakka þér núna “ frá Nikola Djuric

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Íþróttabandalag Akraness

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sead Haksabanovic, magnaður leikmaður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Óskar og Halldór klárlega bestu þjálfarar sem ég hef verið með. Úlfar Hinriks og Olgeir Sigurgeirsson hafa einnig kennt mér ótrúlega mikið.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Elías Rafn, varla hægt að koma boltanum fram hjá honum

Sætasti sigurinn: Bikarúrslitaleikur í fyrra með 2. flokki þegar við unnum ÍA í framlengingu, það var ansi sætt

Mestu vonbrigðin: Líklegast í 3. flokki þegar ég klúðraði víti í bikarúrslitum á móti KR

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Egill Makan

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Danijel Dejan Djuric

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Elfar Helgason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi er sá allra besti

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Bjarni Hafsteinn er rosalegur

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima í kóp

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Því miður þá dettur mér ekkert í hug

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Scrolla niður TikTok

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist rosa lítið með öðrum íþróttum. En fylgist með landsliðinu í handbolta á stórmótum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Verð að segja spænsku

Vandræðalegasta augnablik: Líklegast þegar ég var nýkomin í meistaraflokk og ég, Brynjólfur og Kolbeinn vorum eftir inní klefa. Ég var að leika mér með bolta og hann endaði í glænýja sjónvarpinu sem var nýbúið að setja upp og það eyðilagðist.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hauk Darra, Egill Makan og Nikola Djuric, það væri eitthvað

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Gulli Gull klárlega, tók ótrúlega vel á móti mér þegar ég var að koma uppí meistaraflokk, einstök manneskja

Hverju laugstu síðast: Ég er mjög lélegur lygari

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphituninn er síst

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Nokkuð rólegir dagar, vakna og tek æfingaprógramm frá Blikum. Mikið af hlaupum og svo styrkur eftir á. Annars bara rólegt á milli með Fifa og Netflix þess á milli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner