Það fóru fimm leikir fram í 3. deildinni í gær þar sem öll lið deildarinnar mættu til leiks nema tvö.
Augnablik tók toppsætið af Hvíta riddaranum og er eina taplausa liðið í deildinni, með 19 stig eftir 7 umferðir. Augnablik sigraði þægilega 3-0 gegn Sindra til að taka toppsætið af Hvíta riddaranum, sem tapaði í Sandgerði.
Hvíti riddarinn hafði fram að þessu verið með fullt hús stiga en Mosfellingar eru núna með 18 stig eftir 7 umferðir, fimm stigum fyrir ofan Magna sem situr í þriðja sæti eftir sigur gegn Tindastóli.
Í neðri hlutanum tapaði KV heimaleik gegn KFK á meðan Ýmir náði jafntefli við KF.
Magni 2 - 1 Tindastóll
0-1 Kolbeinn Tumi Sveinsson ('12 )
1-1 Tómas Örn Arnarson ('59 , Mark úr víti)
2-1 Viðar Már Hilmarsson ('80 )
Rautt spjald: Sigurður Brynjar Þórisson , Magni ('72)
Augnablik 3 - 0 Sindri
1-0 Þorbergur Úlfarsson ('6 )
2-0 Viktor Andri Pétursson ('55 )
3-0 Brynjar Óli Bjarnason ('82 )
Rautt spjald: Kjartan Jóhann R. Einarsson , Sindri ('76)
Reynir S. 1 - 0 Hvíti riddarinn
1-0 Ólafur Darri Sigurjónsson ('66 )
Rautt spjald: Viðar Már Ragnarsson , Reynir S. ('68)
KV 0 - 1 KFK
0-1 Kaj Leo Í Bartalstovu ('51 )
KF 1 - 1 Ýmir
1-0 Daniel Kristiansen ('4 )
1-1 Andri Már Harðarson ('72 )
3. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Augnablik | 12 | 8 | 4 | 0 | 26 - 10 | +16 | 28 |
2. Hvíti riddarinn | 12 | 8 | 1 | 3 | 34 - 17 | +17 | 25 |
3. Magni | 12 | 7 | 2 | 3 | 22 - 17 | +5 | 23 |
4. Reynir S. | 12 | 6 | 3 | 3 | 26 - 25 | +1 | 21 |
5. KV | 12 | 5 | 3 | 4 | 36 - 27 | +9 | 18 |
6. Tindastóll | 12 | 5 | 2 | 5 | 29 - 21 | +8 | 17 |
7. Árbær | 12 | 4 | 3 | 5 | 28 - 31 | -3 | 15 |
8. KFK | 14 | 4 | 3 | 7 | 19 - 29 | -10 | 15 |
9. KF | 13 | 3 | 5 | 5 | 17 - 18 | -1 | 14 |
10. Sindri | 13 | 3 | 4 | 6 | 19 - 25 | -6 | 13 |
11. Ýmir | 12 | 2 | 5 | 5 | 16 - 18 | -2 | 11 |
12. ÍH | 12 | 1 | 1 | 10 | 19 - 53 | -34 | 4 |
Athugasemdir