Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. ágúst 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
West Ham hækkar tilboðið í Kehrer - Með augastað á Gallagher
Mynd: EPA
West Ham ætlar sér að fá inn miðvörð fyrir gluggalok og er að reyna lokka Thilo Kehrer til sín frá PSG. Kehrer er 25 ára Þjíðverji sem kom til PSG frá Schalke fyrir fimm árum.

West Ham vantar miðvörð þar sem Issa Diop er að fara til Fulham og Nayef Aguerd, sem keyptur var í sumar, glímir við meiðsli. Kehrer er ekki í plönum Christophe Galtier, þjálfara PSG, og er því frjálst að ræða við önnur félög.

West Ham er sagt hafa boðið fimmtán milljónir punda í Þjóðverjann og sé nú búið að hækka tilboðið.

Kehrer er ekki eini leikmaðurinn sem West Ham hefur áhuga á því að félagið fylgist með þróun mála hjá Conor Gallagher hjá Chelsea en búist er við því að hann verði hjá Chelsea í vetur eftir vel lukkaða lánsdvöl hjá Crystal Palace á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner