Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 10. september 2015 11:47
Páll Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Var það kannski ég sem fann Lars Lagerbäck?
Páll Magnússon
Páll Magnússon
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar ég var í námi í Lundi í Svíþjóð fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna þá hitti ég hálfþrítugan mann á förnum vegi sem spurði mikið um Ísland. Ég svaraði greiðlega og lauk samtalinu með því að hvetja manninn til að heimsækja landið.

Gæti þetta ekki hafa verið Lars Lagerbäck? Aldurinn passar. Og ef þetta var Lars var það þá ekki ég, ef mig skyldi kalla, sem átti frumkvæðið að því að fá hann til Íslands? Ha?! Ég hvet ykkur á fótbolti.net til að hringja í Lars og spyrja hvort hann hafi komið til Lundar á árunum 1975-1979!

Það er erfitt að fullyrða um þetta en það er ekki erfitt - af hæversku minni - að fullyrða eftirfarandi um framlag ÍBV til íslensks fótbolta:

Besti fótboltamaður sem Ísland hefur alið: Ásgeir Sigurvinsson, ÍBV
Besta fótboltakona sem Ísland hefur alið: Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV
Besti fótboltaþjálfari sem Ísland hefur alið: Heimir Hallgrímsson, ÍBV

Vill einhver rökræða þetta?
Athugasemdir
banner
banner