Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   lau 10. september 2022 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Fyrsti sigur Schalke
Stuðningsmenn Schalke fögnuðu með leikmönnunum
Stuðningsmenn Schalke fögnuðu með leikmönnunum
Mynd: EPA
Schalke 04 3 - 1 Bochum
1-0 Dominick Drexler ('38 )
1-1 Simon Zoller ('51 )
1-2 Erhan Masovic ('73 , sjálfsmark)
2-2 Sebastian Polter ('90 )

Schalke er komið með fyrsta sigur sinn í þýsku deildinni eftir að hafa unnið Bochum, 3-1, í dag.

Dominick Drexler kom Schalke á bragðið á 38. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik fyrir heimamönnum.

Gestirnir jöfnuðu á 51. mínútu eftir hraða sókn. Philipp Hofmann átti skot sem fór af Simon Zoller og í netið.

Schalke náði aftur forystu um tuttugu mínútum fyrir leikslok en þá kom aukaspyrnu fyrir markið og sparkaði Erham Masovic, leikmaður Bochum, boltanum í eigið net.

Undir lok leiks gerði svo Sebastian Polter út um leikinn með góðu skallamarki eftir aukaspyrnu. 3-1 sigur Schalke staðreynd og fyrsti sigurinn kominn í hús.

Það tók liðið fimmtán umferðir að vinna fyrsta leikinn fyrir tveimur árum er það féll niður um deild en aðeins sex umferðir í þetta sinn. Schalke er í 12. sæti með 6 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner
banner