Nkunku til Barcelona? - Man Utd hefur áhuga á Osimhen - Díaz ánægður á Anfield
   þri 10. október 2017 10:39
Magnús Már Einarsson
Ísland spilar í nýjum búningum á HM
Icelandair
Ísland spilar í nýjum búningum í Rússlandi.
Ísland spilar í nýjum búningum í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ísland leikur í nýjum búningum á HM í Rússlandi næsta sumar. Þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Nýir búningar voru hannaðir fyrir landsliðið fyrir EM í Frakklandi í fyrra. KSÍ er með áframhaldandi samning við Errea og byrjað er að funda um nýja búninga.

„Við erum nýlega búin að funda með Erra varðandi framhaldið á þessu," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

Skiptar skoðanir voru á búningunum þegar þeir komu út fyrir EM í fyrra en búningarnir virtust á endanum falla nokkuð vel í kramið hjá landsmönnum.

„Við erum með það í ferli hvaða leiðir við ætlum að fara í nýja hönnun og nýtt útlit þannig að allir verði sáttir og ánægðir, hvernig sem það á að gerast," sgaði Klara og hló.

Klara bætti einnig við að ekki sé einungis um að ræða nýja búninga heldur allan fatnað sem tengist landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner