Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. október 2020 10:48
Elvar Geir Magnússon
Man City tilbúið að reyna við Messi næsta sumar
Powerade
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Messi, Haaland, Sancho, Pogba, De Bruyne, Saliba og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Omar Berrada rekstarstjóri Manchester City segir að félagið verði tilbúið að reyna að fá argentínska snillinginn Lionel Messi (33) frá Barcelona næsta sumar ef tækifæri gefst. (Manchester Evening News)

Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland (20) og enski vængmaðurinn Jadon Sancho (20) hjá Borussia Dortmund eru báðir áfram efstir á óskalista Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United. (ESPN)

Real Madrid hefur útilokað kaup á Paul Pogba (27) hjá Manchester United. Franski miðjumaðurinn sagði að það væri draumur sinn að spila fyrir félagið einn daginn. (AS)

Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne (29) er nálægt því að framlengja við Manchester City og fær þá 300 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

Franski varnarmaðurinn William Saliba (19) hefur enn ekki spilað fyrir Arsenal en hann virðist vera á leið í Championship-deildina á lán. Brentford hefur áhuga. (Goal)

Luis Suarez (33), framherji Úrúgvæ og Barcelona, segist hafa verið seldur til Atletico Madrid eftir að hafa stutt Lionel Messi í að fara fram á sölu. (Express)

Spænski miðjumaðurinn Juan Mata (32) hjá Manchester United hefur fengið freistandi tilboð frá Sádi Arabíu. (Mirror)

Velski sóknarleikmaðurinn Gareth Bale (31) spilar sinn fyrsta leik eftir endurkomuna til Tottenham um næstu helgi, um er að ræða leik gegn West Ham. (Telegraph)

Franski framherjinn Olivier Giroud (34) hjá Chelsea segist hafa verið nálægt því að fara í ítölsku A-deildina, bæði í janúar og núna í síðasta glugga. (RMC Sport)

Aston Villa vill létta á launakostnaði með því að selja leikmenn sem eru í minni hlutverkum. Félagið vill fá norska sóknarmanninn Josh King (28) sem er einnig á óskalista West Ham. (Football Insider)

Villa er tilbúið að losa hollenska vængmanninn Anwar El Ghazi (25), franska varnarmanninn Frederic Guilbert (25) og enska miðjumanninn Henri Lansbury (29) áður en innanlandsglugganum verður lokað 16. október. (Football Insider)

Manchester City vonast til þess að Pep Guardiola muni skrifa undir nýjan samning en mun byrja að skoða málin ef félagið fær ekki skýr svör. (Telegraph)

Spænski miðjumaðurinn Dani Ceballos (24) segist hafa verið ákveðinn í að snúa aftur á lán til Arsenal þrátt fyrir að Real Madrid hafi viljað að hann myndi bíða. (Marca)

Enski miðjumaðurinn Jack Wilshere (28) vill ganga í raðir félags í La Liga eða ítölsku A-deildinni eftir að West Ham losaði sig við hann. (TalkSport)

Franski vængmaðurinn Allan Saint-Maximin (23) segir að hann væri til í að vera lengi hjá Newcastle ef félagið hefur sama metnað og hann. (Newcastle Chronicle)

Manchester City gerði aldrei alvöru tilraun til að kaupa senegalska varnarmanninn Kalidou Koulibaly (29) frá Napoli. (Inside Futbol)

Aaron-Wan Bissaka (22) hefur tekið enska fánann af Instagram síðu sinni og sett fána Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó í staðinn. Wan-Bissaka getur spilað fyrir báðar þjóðir. (Goal)

Alsírski sóknarmaðurinn Islam Slimani (32) hjá Leicester hefur ýjað að því að hann geti verið í áætlunum Brendan Rodgers fyrir þetta tímabil. (Leicester Mercury)

Christian Eriksen (28) segir það pirrandi að byrja nýtt tímabil sem varamaður hjá Inter. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner