Ísland U21 0 - 2 Litáen U21
0-1 Faustas Steponavicius ('16 )
0-2 Romualdas Jansonas ('31 )
Lestu um leikinn
0-1 Faustas Steponavicius ('16 )
0-2 Romualdas Jansonas ('31 )
Lestu um leikinn
Íslenska U21 landsliðið á ekki lengur séns á sæti á lokamóti EM 2025 eftir tap gegn Litháen á heimavelli í dag. Íslenska liðið þurfti sigur til þess að halda draumnum á EM á lífi, liðið þurfti að fá sex stig úr lokaleikjunum tveimur í riðlinum, gegn Litháen og Danmörku, til að komast á EM.
Íslenska liðið var komið í brekku á 16. mínútu og sú brekka varð enn brattari á 31. mínútu þegar gestirnir frá Litháen komust í 0-2 á Víkingsvelli.
Strákarnir okkar voru mjög langt frá sínu besta og má segja að fátt hafi gengið upp í leik liðsins, fáar góðar sóknir og varnarleikur gestanna góður.
Það var ekkert undir í leiknum fyrir Litháen nema stoltið, liðið mun enda í botnsæti riðilsins og var án stiga fyrir leikinn í dag. Ísland er fimm stigum á eftir Wales og Danmörku þegar einungis þrjú stig eru í pottinum. Lokaleikur Íslands í riðlinum fer fram í Danmörku á þriðjudag.
Athugasemdir