Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 10. nóvember 2024 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emery: Þetta er víti í Evrópu
Mynd: EPA

Micheal Owen var sannfærður um að Aston Villa hefði átt að fá víti í tapinu gegn Liverpool á Anfield í gær.


Owen tjáði sig um það í þættinum Premier League Productions eftir leikinn. Conor Bradley reif Pau Torres niður í teignum en atvikið var skoðað í VAR en ekkert dæmt.

„Ef boltinn hefði farið á fjærstöngina og farið yfir alla þá hefði ég ekki spáð í þessu. Hann togar hann greinilega niður. Þegar þetta fór í VAR var ég undrandi á því að þeir hafi ekki dæmt víti," sagði Owen.

Unai Emery var alls ekki sáttur með niðurstöðuna.

„Þetta er augljóst víti fyrir mér því hann rífur í treyjuna hjá Pau Torres. Í Evrópu er þetta víti en á Englandi vilja þeir nota VAR. Ég virði alltaf niðurstöðu dómarans og samþykki hana en þegar ég sá þetta þá var þetta augljóst víti."


Athugasemdir
banner
banner